Bók í Dós



︎
︎

Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu


Olga Tokarczuk


Góða kvöldið lesandi kær. Velkominn í hugarheim stráksins, aðgát skal höfð.

Birtíngur, Svartfugl, Drag plóg þinn yfir bein hinna dauðu. Svona tekur þeóretískur verðlaunapallur bóka á sig mynd eftir nýafstaðinn lestur. Ef ég mætti bara taka þrjá hluti á eyðieyju þá væru það náttúrulega vatn, flugvél og iphone 6, en þar á eftir kæmu fyrnnefndar kiljur vel til greina.
Ég hef einfaldlega ekkert út á þessa nýklassík að setja. Að frátöldum titlinum að sjálfsögðu. Alltof langt kjaftæði. Minnir óneytanlega á það þegar Aron Can, smávaxinn meistari, gaf ut Andi, líf, hjarta, sál. Hvaða rugl var það. Sá smávaxni negldi nafngiftina með fyrri plötu sinni Trúpíter, óþarfi að flækja þetta. Trúpíter væri t.d. mun praktískara nafn fyrir þetta annars stórbrotna skáldverk ef út í það er farið. En það er auðvitað einnig óþarfi.


Ari 
9





Já þetta er upáhalds bókin mín sem við höfum lesið til þessa, mögulega uppáhalds í langan tíma. Bara snilldar frásögn, snilldar persónusköpunin, snilldar þemu (ég er grænmetisæta ) og bara snilldar bók. Ekkert fleira.

Hugi
9


Ef ég skyldi búa til graf fyrir hversu mikið ég skemmti mér við lestur D.P.Þ.Y.B.H.D. myndi það líta svona út:                                                       /                                   /                                   /     ____          ___        /                 __/       ____/

Virkilega góð bók, hlakka til að lesa aðrar bækur eftir hana Olgu, mætti segja að ég sé orðinn TokarSJÚKur.




Tómas
8,8


Langar að byrja á að taka það fram að það er alveg ljóst að þessi bók er meistarverk. Það bregður fyrir snilldartöktum víða í bókinni og höfundur er einstaklega mælskur. Persónur í bókinni voru líka einstaklega vel skrifaðar og trúanlegar. En það var nú bara þannig að ég átti mjög erfitt með að halda mér við lesturinn og þurfti dálítið að pína mig í gegnum bókina. Það er af þeirri ástæðu sem að ég get ekki réttlætt hærri einkunn en þetta. Kenni sjálfum mér um það en ekki bókinni, efalaust bara illa stemmdur í þetta, spenntur að prófa að lesa hana aftur seinna í lífinu.

Þórhallur
6

︎
︎
︎
︎