Ilmurinn
Patrick Süskind
Algjör stemning, sue me....
Limrutime!
Eitt sinn Patrick fékk hugmynd,
að gera af morðinga nærmynd.
Gagnrýni og hrós,
frá Bók í dós™️,
hlaut Ilmurinn eftir Suskind.
Ari
8,5
Smelly… Flott og spennandi skrif, alltaf gaman af alvitrum sögumanni, góðar lýsingar og allt það, en skildi eftir sig eitthvað óbragð (eða lykt) sem ég á erfitt með að koma orðum að. Ánægja mín af bókinni af bókinni var svona ➚ ➘….. ➚. Samt bara skemmtileg tilbreyting takk.
Hugi
7
Við lestur byrjar maður að vera meira var um sig og lyktina af sjálfum sér. Kannski að maður ætti að skella sér í sturtu. Bókin var ógeðfelld og perraleg eins og bækur eftir karlmenn eiga til að vera. Mæli með fyrir fólk með nef. Mæli ekki með bíómyndinni.
Tómas
8
Minnir óneitanlega á þegar félagi minn keypti sér sama rakspíra og ég, mig langaði að drepa hann!!! Erfitt að afsaka perraskapinn í bókinni og forsendurnar fyrir honum alveg út í hött verður að segjast og ég hef einmitt bara ekkert meira um það að segja! Mínusstig fyrir að vera ekki með „scratch and sniff“ bókakápu(viðskiptahugmynd?).
Hér kemur ljóð:
hann: sjáðu mig þefa uppi ástina
hún: þegiðu þorpari
hann: málaðu hugsanir þínar
hún: ég glími við vandamál
hann: forstjórar með húðflúr af forstjórum
segjast fyrirlíta fólk eins og mig
Þórhallur
7,5