Meistarinn og Margaríta
Mikhaíl Búlgakov
Svona eiga bækur að vera. Talandi köttur, fljúgandi svín og sjálfur Myrkrahöfðinginn. Algjör óþarfi að skrifa bækur um eitthvað annað en þessa meistara. Kölski er einmitt sérstaklega vel skrifaður hérna. Herra Búlgakov ímyndar hann sér sem alviturt hrekkjusvín fremur en leiðinlegan masókista. Ég er sammála honum þar, miklu skemmtilegra.
Ari
8,7
Já sæll. Já þetta var snilld. Gagnrýnin sem ég er að eiga erfiðast með að skrifa því þetta er svo augljós klassík. Hef ekkert út á að setja, frábærar persónur, frábærar pælingar, frábær uppbygging á sögunni, hægðir og lægðir, bara frábært. Var ekki alveg jafn hrifinn af Pontíusar köflunum og vinir mínir en þannig er það bara. Já þetta var snilld.
Hugi
8,5
Skemmti mér konunglega við lestur þessarar bókar. Ég hélt fyrst að meistaraverk Búlgakovs væri einhver leiðinleg og þurr klassík en bókin fór langt fram úr væntingum og svo enn lengra.
Húmor og fáránleiki er þéttofinn í beitta samfélagsgagnrýni, allt sem þarf í góða bók.
Tómas
8,6
Meistaraverk, engin margaríta fyrir mig samt. Hverjum það kemur við = engum. Ég hef ekkert að segja um þetta mál nema bara farðu til fjandans!
Þórhallur
7,5