Bók í Dós



︎
︎

Tímaþjófurinn


Steinunn Sigurðardóttir


Höfundur bókarinnar heitir Steinunn en það er einmitt sama nafn og vinkona mín Steinunn ber, það var mikill gæðastimpill strax frá byrjun lestrar. En nú er maður náttúrulega ekki kominn með fullþroska framheila þannig þessi annars ágæta bók var því miður of ljóðræn fyrir mína vitsmuni. Já, kæri lesandi, ljóðmæli eru ekki allra. Þó sérstaklega ekki ungra kalla með framheilagalla. Hins vegar hafði ég virkilega gaman af því að lesa skáldverk sem gerist í vestur- og miðbæ Reykjavíkur. Allar staðsetningar voru meira en bara það og kveikti hver og ein á tugum minninga sem var eins og, útaf fyrir sig, sín eigin bók. Annars er ég búinn að setja svokallaðan timer í símanum mínum (iphone) á 25 ára afmælisdaginn minn svo ég geti endurheimsótt þessa sögu að framheilanum fullkomnum. Bless í bili Steinunn.

Ari 
7





Bók að mínu skapi, gaman þegar aðalpersónan sökkar smá, íslenska Elaine í Seinfeld. Átti það til að vera dálítið óaðgengileg en á hátt sem er einungis mér að kenna, ekki bókinni. Gott jafnvægi á því að vera ekkert relateable og mjög relateable.

Hugi
8,4


Alda Ívarsen heldur mjög tregafullt uppistand í 184 bls. Aldrei lesið bók sem
er bæði abstrakt ljóðræn og virkilega fyndin. Alda er æðislega leiðinleg og ég gæti hlustað á hana endalaust. Hefði viljað sjá leikritið þegar það var sett upp þarna fyrir einhverjum árum, bara ef maður gæti ferðast aftur í tímann…

Tómas
8,2


Þessi fór hægt af stað og var ekki alveg seldur á stíl bókarinnar til að byrja með. En þegar leið á bókina átti ég erfitt með að líta upp úr henni og las seinni helminginn í einum rykk. Frábær bók, Alda Ivarsen da goat 4real.

Þórhallur
8,1

︎
︎
︎
︎